Jón Sindri Emilsson ráðinn aðstoðarmaður bæjarstjóra

Jón Sindri Emilsson ráðinn aðstoðarmaður bæjarstjóra

Jón Sindri Emilsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, en alls bárust 41 umsókn um starfið.

Hermann Hermannsson hefur gegnt starfi ritara/aðstoðarmanns bæjarstjóra undanfarin ár, en hann hefur sagt starfi sínu lausu. Hermanni er þakkað fyrir góð störf í þágu Stykkishólmsbæjar og óskað velfarnaðar í framtíðarstörfum.

Starfið sem Jón Sindri tekur við nær bæði til aðstoðar við bæjarstjóra og jafnframt til umsjónar með kynningar- og ferðamálum hjá Stykkishólmsbæ.

Jón Sindri lauk BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2013 og hefur starfað við þjónustutengsl hjá Arionbanka, sem fréttaritari Skessuhorns á Vesturlandi og sem starfsmaður Hótel Egilsen þar sem hann kom að fjölbreyttum störfum, þjónustu við gesti, markaðsstarfi á samfélagsmiðlum og vinnu við markaðs- og kynningarmál. Jón Sindri hefur störf 12. ágúst nk.

Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Attentus veittu ráðgjöf við úrvinnslu umsókna.