Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi - Lóðir á hafnarsvæði við Skipavík

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi - Lóðir á hafnarsvæði við Skipavík

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi - Lóðir á hafnarsvæði við Skipavík.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi þann 28.03.2019 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið þessarar deiliskipulagsbreytingar er að lóðin við Nesveg 12 verður skipt upp í tvær, gólfkóta verður lyft, en ekki mænishæð, þakhalli tekur breytingum, byggingarmagn minnkað og fært fjær íbúðarbyggð, lóðir minnkaðar, byggingarreitur færður til og bundin byggingarlína færist.

Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags-og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milliklukkan10-15, frá 04.04 2019 til 16.05.2019 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags-og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 16.05.2019.

Smellið hér til að skoða deiliskipulagsbreytinguna á pdf.