Nýrækt 12 og 14 og Móholt 14-16 lausar til úthlutunar (Móholt 14-16 auglýst aftur með 50% lækkun á gatnagerðargjöldum)

Nýrækt 12 og 14 og Móholt 14-16 lausar til úthlutunar (Móholt 14-16 auglýst aftur með 50% lækkun á gatnagerðargjöldum)

Lóðirnar Nýrækt 12 og 14 eru auglýstar til úthlutunar í Stykkishólmi ásamt Móholti 14-16 sem er auglýst aftur en nú með tímabundinni 50% lækkun á gatnagerðargjöldum. 

Bæjarstjórn Stykkishólmbæjar samþykkti á fundi sínum 28. mars sl. tímabunda 50% lækkun á gatnagerðargjöldum á lóðinni Móholt 14-16 (íbúðarhúsnæði) skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, sbr. og 6. gr. samþykkta um gatnagerðargjald í Stykkishólmsbæ, m.v. gjaldskrá 2019 á lóðinni Móholt 14-16 Stykkishólmsbæ og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31.12.2019. Umrædd samþykkt er ekki afturvirk og skal umsækjandi greiða 150.000 kr. staðfestingargjald. Staðfestingargjald er óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð. Afslátturinn gildir frá og með auglýsingu þessari, en lóðin er auglýst aftur í samræmi við reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs/bæjarstjórnar. Sjá nánar um skipulag og skilmála hér.


Jafnframt eru lóðirnar að Nýrækt 12 og 14 auglýstar til úthlutunar, en þær eru á svæði fyrir frístundabúskap. Sjá nánar um skipulag svæðisins og skilmála hér.

 

Umsóknarfrestur er 10 dagar, sbr. reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmsbæ. 

Nánari upplýsingar má finna á vef Stykkishólmbæjar og þá veitir skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar allar nánari upplýsingar í síma 433-8100 eða í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar.


Jafnframt er vakin athygli öðrum lausum lóðum sem áður voru auglýstar og skráðar eru á úthlutunarlista Stykkishólmbæjar sem finna má hér.