Yfirlýsing frá Saga Film vegna kvikmyndatöku í Stykkishólmi

Yfirlýsing frá Saga Film vegna kvikmyndatöku í Stykkishólmi


 
Kæru íbúar í Stykkishólmi
 
Starfsfólk Saga Film vill færa ykkur kærar þakkir fyrir móttökurnar og aðstoðina á meðan á kvikmyndatökum stóð síðustu vikur.
Allt gekk vonum framan, bæði vegna aðstæðna og veðurs og einnig vegna fólksins sem lagði okkur lið.
 
Við erum öll í skýjunum með tímann í Hólminum og kveðjum með söknuði.
 
Þó að kvikmyndatökum sé lokið er enn verk fyrir höndum. Á næstu dögum byrjar frágangsvinna og þrif sem reynt verður að inna af hendi á sem skjótastan og öruggastan máta.
 
Þá er Slökkvilið Stykkishólms í startholunum og tilbúinn við að aðstoða okkur með að skola með vatni þann gervisnjó sem eftir situr þegar veður fer að hlýna.


Enn og aftur takk fyrir okkur
 

Starfsfólk Saga Film