Uppbyggingasjóður Vesturlands - kynning og ráðgjöf í Stykkishólmi

Uppbyggingasjóður Vesturlands - kynning og ráðgjöf í Stykkishólmi

Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á sjóðnum í ráðhúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 14. janúar 2019 frá kl. 10:00-12:00

Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar í atvinnulífi, menningarmála og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út 20. janúar 2019.

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og á vefsvæði uppbyggingarsjóðsins, http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/, má nálgast nánari upplýsingar.