Nýr tómstunda- og æskulýðsfulltrúi hefur störf

Nýr tómstunda- og æskulýðsfulltrúi hefur störf

Magnús Ingi Bæringsson, nýráðinn tómstunda- og æskulýðsfulltrúi hóf störf nú í morgun, mánudaginn 3. september. Magnús tekur við stöðunni af Gissuri Ara Kristinssyni, sem hafði leyst Agnesi Helgu Sigurðardóttur af á meðan hún var í fæðingarorlofi. Gissur hefur fært sig um set á sína heimahaga á Seltjarnarnesi og stefnir á frekara nám, og Agnes hefur hafið störf við Fjölbrautarskóla Snæfellinga.

Við bjóðum Magnús velkominn til starfa og óskum jafnframt Gissuri og Agnesi velfarnaðar í nýjum verkefnum.