Stök frétt

Laust starf: Starfsmaður við safna- og menningarmál

Laust starf
Starfsmaður við safna- og menningarmál.

 

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Eldfjallasafn

Vatnasafn

 

Söfnin í Stykkishólmi óska eftir að ráða starfsmann við safna og menningarmál.

Starfsmaður mun starfa undir stjórn forstöðumanns safnamála.

Í starfinu fellst m.a. afgreiðsla, leiðsögn, uppsetning sýninga, viðburðaumsjón og ýmis tilfallandi verkefnastjórn á sviði safna- og menningarmála.

Starfshlutfall er 100%.

 

Hæfniskröfur:

  -  Háskólapróf sem nýtist í starfi æskilegt.
  -  Reynsla af skipulagningu og verkefnastjórn.
  -  Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
  -  Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
  -  Áhugi á sögu og menningu.
  -  Góð tölvukunnátta.
  -  Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
  -  Hreint sakavottorð.Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Ísl. sveitarfélaga og SDS.

 

 

Umsóknarfrestur er til 17. mars 2018.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun.

Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is. Nánari upplýsingar veita Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður safnamála, hjordis@norskahusid.is og Ríkharður Hrafnkelsson launa- og bókhaldsfulltrúi, rikki@stykkisholmur.is, sími 433-8100