Stök frétt

Til íbúa í Stykkishólmi - Varðandi sorpflokkun

Til íbúa í Stykkishólmi

 

Samkvæmt skráningu á vegum Stykkishólmsbæjar hefur hlutfall sorps sem fer til endurvinnslu minnkað. Sú þróun er ekki ásættanleg og bendir til þess að bæta þurfi sorpflokkun. Undirritaður fyrir hönd bæjarstjórnar vill hvetja íbúar Stykkishólms og gesti okkar til þess að bæta flokkun á sorpi og koma þannig til móts við þá eindregnu stefnu Stykkishólmsbæjar að vera í fremstu röð þeirra sveitarfélaga sem leggja áherslu á umhverfismál.

Góð flokkun sorpsins og aukin endurvinnsla er til marks um vilja til þess að hafa umhverfismálin í hávegum. Tökum höndum saman og bætum flokkun sorpsins sem fellur til í Stykkishólmi.


Sturla Böðvarsson

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar