Stök frétt

Nanna Guðmundsdóttir ráðin í starf forstöðumanns Amtsbókasafnsins

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar  samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí,  að ráða Nönnu Guðmundsdóttur í starf forstöðumanns Amtsbókasafnsins. Nanna er þrítug og hefur lokið BA gráðu í Þjóðfræði og MLIS gráðu í  bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hún mun hefja störf hjá Stykkishólmsbæ í haust.