Stök frétt

Auglýsingar - Skipulagsmál

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi 344, dags. 27.03.2017 deiliskipulagsbreytingu Miðbæjar Stykkishólms vestan Aðalgötu. Tillagan var auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og ábendingar bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar.

Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt með þeirri breytingu að stæði fyrir fatlaða er sett við Hafnargötu 3, texta lóðar E er breytt þar sem meðal annars kemur fram að núverandi hús á lóð falli illa inn í bæjarmynd, girðing skal vera af vandaðri gerð og hönnuð í anda staðarins og samráð skal hafa við byggingaryfirvöld um útfærslu. Í texta er „létt“ breytt í „ hreinlega“ atvinnustarfsemi og bætt við texta að íbúðir eru einungis heimilaðar á efri hæð en ekki jarðhæð eða neðar.

Texta í lóð LI er breytt, þar sem bætt er við að stærð og umfang fellur ágætlega að byggðinni auk þess sem húsið er hluti af félagsmálasögu bæjarins sem klúbbhús og samkomustaður. Í texta er „létt“ breytt í „ hreinlega“ atvinnustarfsemi. Ekki er verið að leggja til sérstaka verndun á húsinu þannig að endurgerð eða rif og bygging húss sömu stærðar er heimil.

Í texta Lóðar D er „létt“ breytt í „ hreinlega“ atvinnustarfsemi.

Fyrirkomulag bílastæða fyrir fatlaða er leiðbeinandi en nánari staðstaðsetning verður unnin við gerð mæliblaða.

Eftir að athugasemdir við tillöguna komu fram voru unnar þrjár skýringarmyndir. Teikning númer 02 snið suður norður dags. 17.02.2017, teikning 03 snið austur vestur dags 17.02.2017 og teikning 04 bílastæðatalning dags. 17.02.2017. Sniðmyndirnar varpa betur ljósi á heimilað umfang nýbygginga í samhengi við núverandi byggð. Bílastæðatalning er samanburður á fjölda bílastæða. Talin eru bílastæði gildandi deiliskipulags, núverandi útfærslu og að lokum útfærslu deiliskipulagsbreytingarinnar.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar.

Linkar:

Deiliskipulagsbreyting (1 blað)

Snið (2 blöð)

Bílastæðatalning (1 blað)