Fjármálalæsi

Fjármálalæsi

Í gær fengu nemendur í 10. bekk fræðslu frá Fjármálaviti sem er verkefni á vegum samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Markmið heimsóknarinnar er að efla fjármálalæsi nemenda og vekja þá til umhugsunar um eigin fjármál. Nemendur horfðu á myndbönd og leystu verkefni sem þeir kynntu í lok kennslustundarinnar. Leiðbeinandi var Heiðdís Björk Jónsdóttir. Virkilega gott framtak sem allir höfðu gagn og gaman af.