Leiguhúsnæði í Stykkishólmi

Leiguhúsnæði í Stykkishólmi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir leiguhúsnæði í Stykkishólmi til að hýsa starfsemi „Ásbyrgis“, dagvinnustofu og atvinnutengd úrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Leitað er leiguhúsnæðis á jarðhæð, u.þ.b. 300 – 400 fm að stærð, við eða nálægt miðbæjarkjarna Stykkishólms,  með góðu aðgengi fyrir starfsfólk og gesti.  Húsnæðið rúmi m.a.a. vinnusvæði, snyrtingar, kaffistofu,  starfsmannaaðstöðu, skrifstofu- og   fundarrými,  og  efnis- og tækjageymslu ásamt sýningar- og sölusvæði nytja- og gjafavöru sem unnin er úr endurnýtanlegum efnum frá íbúum, stofnunum og fyrirtækjum nærsamfélagsins.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga er byggðasamlag  í eigu allra sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Stofnunin rekur auk Ásbyrgis  Smiðjuna í Ólafsvík sem einnig er vinnustofa og atvinnutengd úrræði fólks með skerta starfsgetu.  Hvor tveggja vinnustofan nýtur mikillar velvildar og vinarhugar íbúa, félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja á Snæfellsnesi.

Áhugasamir hafi samband við undirritaðan sem veitir frekari upplýsingar:

 

Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður,

s. 430 7800 og 861 7802; sveinn@fssf.is

Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ