Danssýning

Danssýning

Undanfarnar vikur hefur Jón Pétur danskennari verið hjá okkur með danskennslu fyrir 1.- 6. bekk og valhóp úr 7. - 10. bekk. Þriðjudaginn síðasta var síðasti dagur danskennslunar og endaði hann á danssýningu í íþróttahúsinu.  Bryddað var upp á þeirri nýbreytni í ár að eldri nemendur aðstoðuðu þá yngri í tímum og leikskólinn tók þátt  í danssýningunni. Við viljum sérstaklega þakka fyrir góða mætingu foreldra og aðstandenda á sýninguna.