Smábátahöfnin í Stykkishólmi hlýtur Bláfánann 2016

Smábátahöfnin í Stykkishólmi hlýtur Bláfánann 2016

Föstudaginn 8. júlí 2016 afhenti fulltrúi Landverndar Salome Hallfreðsdóttir, smábátahöfninni í Stykkishólmi Bláfánan og er þetta í fjórtánda sinn sem Stykkishólmsbær hlýtur þessa viðurkenningu. 

 

Bláfáninn er alþjóðlegt merki fyrir hafnir sem uppfylla ströng skilyrði í umhverfis- og öryggismálum og hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Þessi viðleitni á að treysta verndun umhverfis hafnarinnar og alla þá þjónustu sem höfnin býður upp á og vera öllum þeim sem nota eða heimsækja höfnina til hagsbóta.


Það er Alþjóðanefndin International Blue Flag Jury sem Landvernd á aðild að, sem standa að baki þessu merki. Stykkishólmshöfn hefur hlotið þessa viðurkenningu og flaggað Bláfánanum á hverju ári síðan 2003.