Fréttir

Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi frá og með 30. júlí 2020

Þar sem COVID-19 smitum hefur fjölgað í samfélaginu síðustu daga og í ljósi hvatningar landlæknis til hjúkrunarheimila teljum við nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar heimilismenn og starfsfólk. Frá og með 30. júlí, óskum við eftir því að heimsóknir verði takmarkaðar - Biðlað er til heimilismanna og aðstandenda að skipulegga heimsóknir þannig að ekki verði um að ræða fleiri en 1 -2 aðstandendur í einu í heimsókn til hvers og eins. ... lesa meira

Sumarhátíð og hjóladagur í leikskólanum

Sumarhátíð leikskólans var haldin 19. júní s.l. og um leið hjóladagur. Lóðin var skreytt í tilefni dagsins og veðrið var alveg eins og við höfðum pantað. Bílastæðunum var lokað og þar voru eldri börnin með hjólin sín en þau yngri sem voru á þríhjólum og litlum jafnvægishjólum hjóluðu inni á lóðinni. Búið var að bóka lögguna til okkar í hjóla og hjálmaskoðun og biðu allir spenntir eftir því að fá skoðunarmiða á hjólin sín. ... lesa meiraLausar stöður í leikskólanum - umsóknarfrestur til 30. júní 2020

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa stöðu leikskólakennara frá og með 10. ágúst 2020. Um er að ræða 100% stöðu. Gerð er krafa um góða tölvu- og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Einnig er laus til umsóknar 70 % staða í ræstingum frá 1. september 2020. Vinnutími er frá kl. 11:30-17:00. Einhver íslenskukunnátta er nauðsynleg. Athugið að störfin henta bæði körlum og konum.... lesa meira