Fréttir

3. bekkur heimsótti bæjarstjóra í Ráðhúsið

Nemendur 3. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi heimsótti bæjarstjórann í dag, fimmtudag, í Ráðhúsið. Í tilefni af gönguátaki skólanna fóru nemendur í umhverfisgöngu um Stykkishólm og punktuðu niður hvað mætti betur fara í umhverfinu. Í kjölfarið óskuðu þau eftir fundi með bæjarstjóra og komu svo færandi hendi með athugasemdir á blaði fyrir bæjarstjóra.... lesa meira


Geggjuð stemmning í Stykkishólmi - Opnunarhátíð á hótelinu

Borið hefur á töluverðri umfjöllun um Stykkishólm á landsdekkandi fjölmiðlum undanfarið. Stöð 2 og Vísir fjölluðu til að mynda um eftirtektarverða fólksfjölgun hér í bæ síðastliðin ár og náðu m.a. tali af Kristjóni Daðasyni, nýjum deildarstjóra Tónlistarskólans, sem lýsti kostum þess að búa í Stykkishólmi og sagði geggjaða stemmningu hér í bæ.... lesa meira

Stykkishólmsbær auglýsir eftir styrkumsóknum

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.... lesa meira