FréttirFaraldurinn í rénun – COVID-19 staðan í Stykkishólmi í dag, miðvikudag

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, miðvikudaginn 19. janúar, eru nú 18 í einangrun með virk smit og 27 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni en umtalsverður fjöldi losnaði úr sóttkví í dag. Í morgun var var aðeins eitt PCR próf tekið á heilsugæslunni í Stykkishólmi og má því ætla að útbreiðslan sé í rénun í Stykkishólmi.... lesa meiraStaðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, mánudag, eru nú 14 íbúar í einangrun með virk smit og 86 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni. Flest börn í 6. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi eru í sóttkví en meiri hluti barna í 5. og 7. bekk eru í smitgát. Umtalsverður fjöldi þeirra sem eru í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni eru fullorðnir.... lesa meiraStaðan í Stykkishólmi vegna COVID-19

Í dag, laugardag, eru 15 með virk COVID-19 smit í Stykkishólmi og 45 með sóttkvíarúrskurð. Unnið er að rakningu smita. Smit og sóttkví ná m.a. til íþrótta- og skólastarfs, en tveir nemendur í 6. bekk við Grunnskólann í Stykkishólmi hafa greinst með smit. Búast má við röskun á skólastarfi vegna þessa fram í næstu viku. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum frá skólunum á morgun, sunnudag.... lesa meira