Fréttir
Örvunarbólusetning á heilsugæslunni í Stykkishólmi

Á þriðjudögum býður heilsugæslan í Stykkishólmi upp á frumbólusetningu og örvunarbólusetningu við COVID-19. Örvunarbólusetning er í boði fyrir 12 ára og eldri, þegar fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu COVID-19 bólusetningu. Á heilsuvera.is má sjá hvenær síðasta bólusetning fór fram, brýnt er fyrir fólki að panta ekki tíma í örvunarbólusetningu fyrr en fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu bólusetningu við COVID-19.... lesa meira
Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

Fyrir skemmstu var sagt frá því unnið væri að uppsetningu á hraðhleðslustöð á planinu við íþróttamiðstöðina. Stöðin er nú komin upp og einungis smávægilegur frágangur sem eftir á að vinna. Stykkishólmsbær gerði samning við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði, sem var að mati skipulags- og byggingarnefndar heppilegasta svæði bæjarins fyrir hraðhleðslustöð.... lesa meira


Opið fyrir umsóknir í Matsjána

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi. ... lesa meira