Fréttir
Jólasveinar komu færandi hendi

Það hefur eflaust ekki farið framhjá bæjarbúum að ljósin á jólatrénu í Hólmgarði hafa verið tendruð. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var ekki unnt að halda hefðbundinn viðburð opinn öllum bæjarbúum þegar ljósin voru tendruð. Þess í stað áttu grunnskólabörn í 1.-4. bekk skemmtilega samverustund í gær, 1. desember, þegar nemendur 1. bekkjar tendruðu ljósin eins og vant er.... lesa meira


Opnun Leikskólans í Stykkishólmi á milli jóla og nýárs 2020.

Stykkishólmsbær vill skapa fjölskylduvænna samfélag með frekari tækifærum til jákvæðrar samveru foreldra og barna yfir jólahátíðina sem og starfsfólks leikskólans með fjölskyldum sínum. Því vill Stykkishólmsbær bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum í desember. Afslátturinn felst í því að lækka gjöldin sem nemur þremur dögum 28.-30. desember fyrir þá sem ekki nýta sína dvalartíma. Leikskólinn verður því opinn með lágmarksstarfsemi. ... lesa meira