Fréttir

Samráðsfundur um grænbók í fjarskiptum 14. apríl

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta miðvikudaginn 14. apríl kl. 10:00 – 11:30. Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu fjarskiptamála.... lesa meira


Vikupóstur stjórnenda

Það má segja að páskaleyfi nemenda hafi hafist með mjög skjótum hætti enda reglur um sóttvarnir hertar á miðnætti miðvikudagsins. Þegar nýjar reglur um skóla komu kom í ljós að nemendur eru undanþegnir öllum reglum því gátum við hafið hefðbundið skólastarf. Vonandi náum við að klára skólaárið með þeim hætti. ... lesa meira
Lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 – 2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu um stefnu og skilmála um gististaði á íbúðarsvæðum í Stykkishólmsbæ. Skipulagslýsingin er birt á vef Stykkishólmsbæjar og liggur frammi á bæjarskrifstofu til og með 31. mars 2021, þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar sem varða tillögugerðina.... lesa meiraHundaeigendur athugið

Af gefnu tilefni minnir Stykkishólmsbær á að lausaganga hunda í bæjarlandinu er með öllu óheimil skv. 15. gr. samþykktar um hundahald í Stykkishólmsbæ. Þá er eigendum og umráðamönnum hunda einnig skylt að gæta þess vel að hundar þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna, svo sem með stöðugu eða ítrekuðu ýlfri eða gelti. Einnig er minnt á að eigendum og umráðamönnum hunda er skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.... lesa meira