FréttirAuglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð. Skólaráð sinnir því hlutverki að vera samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið er skipað níu einstaklingum, til tveggja ára í senn, og saman stendur af tveimur kennurum, starfsmanni skóla, tveimur nemendum, tveimur foreldrum, skólastjóra og fulltrúa grenndarsamfélags.... lesa meira

Tvo ný smit greindist í dag (laugardag) - UPPFÆRÐ FRÉTT

Tvö ný smit greindist síðasta sólarhring í Stykkishólmi. Hvorugur einstaklinganna voru í sóttkví. Nú eru því 12 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af eru tveir einstaklingar sem taka út einangrun í Reykjavík. Um 18 eru í sóttkví en smitrakningateymi almannavarna er að störfum og vinnur að því að hafa samband við þá einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví.... lesa meira


Hvorki tilefni til að herða né slaka á aðgerðum

Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með aðgerðarstjórn almannavarna á Vesturlandi í dag í ljósi vaxandi smita COVID-19 síðustu daga. Síðasta sólarhring hafa greinst tvö ný smit tengd Stykkishólmi, annar einstaklingurinn var í sóttkví í Stykkishólmi en hinn er með lögskráningu í Stykkishólmi en dvelur í Reykjavík. Í Stykkishólmi eru nú 11 skráðir með staðfest smit og í einangrun, þar af eru tveir sem taka úr einangrun í Reykjavík. Í dag fóru 11 einstaklingar í sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun. ... lesa meira