Forsíða112 dagurinn í Stykkishólmi - myndir

112 dagurinn var haldinn um allt land sl. mánudag, en í ár var áherslan lögð á öryggismál heimilisins. Opið hús var hjá okkar lykilfólki, þ.e. Slökkviliði Stykkishólms, Björgunarsveitinni Berserkjum, sjúkraflutningamönnum og Lögreglunni, þar sem þau sýndu búnað sinn og aðstöðu í björgunarsveitarhúsinu. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.... lesa meira


Kynning fyrir starfandi fyrirtæki í öllum starfsgreinum í Stykkishólmi 15. febrúar 2019

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fund kl. 10:00 föstudaginn 15. febrúar í Stykkishólmi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma" til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Vakin er athygli á því að verkefnið "Bættur rekstur – Betri afkoma" í starfandi fyrirtækjum nær til starfandi fyrirtækja í öllum starfsgreinum og eru forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að mæta og kynna sér hvort verkefnið geti falið í sér tækifæri fyrir viðkomandi fyrirtæki. ... lesa meira


Kynning fyrir starfandi fyrirtæki í öllum starfsgreinum í Stykkishólmi 15. febrúar 2019

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fund kl. 10:00 föstudaginn 15. febrúar í Stykkishólmi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma" til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Vakin er athygli á því að verkefnið "Bættur rekstur – Betri afkoma" í starfandi fyrirtækjum nær til starfandi fyrirtækja í öllum starfsgreinum og eru forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að mæta og kynna sér hvort verkefnið geti falið í sér tækifæri fyrir viðkomandi fyrirtæki. ... lesa meira
Viðburðir á Snæfellsnesi: Sjá snaefellingar.is


Ráðhúsið í Stykkishólmi - Bæjarskrifstofur

Hafnargötu 3

340 Stykkishólmur

Sími: 433 8100

Netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is

Opið kl. 10:00 - 15:00 mánudaga til föstudaga.
Earth Check umhverfisvottun

Hafa samband