Forsíða

 

10.05.2021

Fjölmiðlar og landsbyggðir – málstofa í streymi

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir miðvikudaginn 12. maí kl. 9-10:30. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann á Akureyri og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

07.05.2021

Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum við vinnuskóla og laus sumarstörf fyrir námsmenn

Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum til að vinna með unga fólkinu okkar í sumar, mikil útivera og gleði! Einnig eru auglýst sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Um er að ræða þátttöku Stykkishólmsbæjar í átaksverkefni á vegum vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn nú í sumar í ljósi aðstæðna af völdum COVID-19. Meðal starfa eru fjölbreytt umhverfisstörf, störf sem snúa að stjórnsýslu og þjónustu við bæjarbúa, störf sem tengjast atvinnumálum og ýmis skráningarvinna.

07.05.2021

Samkeppni um nafn á skrifstofu- og frumkvöðlasetri í Stykkishólmi

Einkahlutafélagið Suðureyjar ehf. mun síðar í þessum mánuði opna skrifstofu- og frumkvöðlasetur að Aðalgötu 10 í Stykkishólmi. Félagið hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal bæjarbúa og annarra áhugasamra um nafn á setrinu. Frestur til að senda tillögu að nafni ásamt rökstuðningi er til miðnættis sunnudaginn 23. maí nk. Veitt verða þrenn vegleg verðlaun fyrir bestu tillögurnar að mati dómnefndar.

05.05.2021

Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandisey

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandiseyju. Markmið skipulagsvinnunnar er tvíþætt, annars vegar að skapa ramma utan um svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagsverkefnið byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðisins.

Viðburðir

12.05.2021 17:00

399. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 399 verður haldinn miðvikudaginn 12. maí nk. kl. 17:00. Fundurinn v...

29.04.2021 17:00

398. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 398 verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl nk. kl. 17:00. Fundurinn ...

25.03.2021 10:40

397. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 397, sem halda átti f...

Við viljum heyra frá þér!

Hér má senda athugasemdir og ábendingar varðandi þjónustu sveitarfélagsins.

Við vekjum athygli á því að hægt er að senda ábendingar og athugasemdir nafnlaust.

Viljir þú birta upplýsingar um viðburð í Stykkishólmi þá má senda okkur efni til birtingar á viðburðasíðunni hér að ofan. 

Hafa samband


Spam vörn