Nefndir og ráð

Innskráning á fundarmannagátt Stykkishólms


Eftirfarandi nefndir eru starfandi hjá Stykkishólmsbæ og funda reglulega:

Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins. Erindi frá bæjarbúum, sem falla ekki undir hefðbundin verkefni fagnefnda bæjarins,
eru að jafnaði lögð fyrir bæjarráð sem tekur ákvörðun um afgreiðslu þeirra eða vísar þeim til fagnefnda eða bæjarstjórnar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fer með atvinnu, og nýsköpunarmál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina.
Í henni sitja fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

Eineltisráð veitir stjórnendum ráðgjöf þegar einelti eða grunur um einelti kemur upp á vinnustað. Eineltisráðinu er heimilt að sækja sér
utanaðkomandi ráðgjafar. Eineltisráð Stykkishólmsbæjar er skipað þremur aðalmönnum, launafulltrúa og tveimur skipuðum af
bæjarstjóra sem einnig skipar tvo til vara.

Hafnarstjórn starfar í umboði bæjarstjórnar að málefnum hafna Stykkishólmsbæjar samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem bæjarstjórn felur henni.
Í Hafnarstjórn eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar.

Safna- og menningarmálanefnd fer með málefni safnanna sem eru á snærum Stykkishólmsbæjar:
Eldfjallasafns, Norska hússins og Vatnasafns. Í Safna- og menningarmálanefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára.

Skipulags- og byggingarnefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að skipulagsmálum samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem bæjarstjórn felur henni.
Í skipulags- og byggingarnefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára.
Auk kjörinna fulltrúa eiga bæjarstjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og fulltrúi úr ungmennaráði rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.

Skóla- og fræðslunefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að skóla- og fræðslumálum og falla málefni grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, Regnbogalands (heilsdaggskóla) og Amtsbókasafns innan verksviðs nefndarinnar.
Í Skóla- og fræðslunefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára, auk þess sem bæjarstjóri, skólastjórar, forstöðumaður amtsbókasafns,
umsjónarmaður Regnbogalands, fulltrúar kennara, fulltrúi Helgafellssveitar, fulltrúi forelda nemenda og fulltrúi úr ungmennaráði,
hafa rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt

Stjórn Dvalarheimilisins í umboði bæjarstjórnar að málefnum aldraðra samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem bæjarstjórn felur henni. Dvalarheimilið í Stykkishólmistarfar á verksviði stjórnarinnar. Í stjórn Dvalarheimilis aldraðra eiga sæti þrír fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára, en bæjarstjóri
og forstöðumaður Dvalarheimilis hafa einnig rétt á að sitja fundi stjórnarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að umhverfis- og náttúruverndarmálum eiga í henni sæti þrír fulltrúar kjörnir til fjögurra ára.
Auk kjörinna fulltrúa eiga bæjarstjóri og fulltrúi úr ungmennaráði rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.

Ungmennaráð starfar í umboði bæjarstjórnar að æskulýðsmálum. Bæjarstjórn skipar sjö fulltrúa á aldrinum 14 til 24 ára og þrjá til vara í ráðið, eitt ár í senn,
að fengnum tillögum frá eftirtöldum aðilum: Tveir fulltrúar tilnefndir og einn til vara af nemendafélagi grunnskólans úr 10. bekk, tveir fulltrúar tilnefndir
og einn til vara af nemendafélagi FSN, tveir fulltrúar tilnefndir og einn til vara af Umf. Snæfelli.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tilnefnir einn fulltrúa ungmenna, sem helst skal vera starfandi á vinnumarkaði. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi starfar með ráðinu,
er því til aðstoðar og situr fundi ungmennaráðs með málfrelsi og tillögurétt. Þá á bæjarstjóri rétt á að sitja fundi ráðsins, með málfrelsi og tillögurétt. 

Velferðar- og jafnréttismálanefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að velferðar- og jafnréttismálum og eiga í henni sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára.
Bæjarstjóri og fulltrúi úr ungmennaráði eiga rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt. Fulltrúi úr ungmennaráði skal hafa náð sjálfræðisaldri.

Æskulýðs- og íþróttanefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að æskulýðs- og íþróttamálum og starfa Íþróttamiðstöð og Félagsmiðstöð á verksviði nefndarinnar.
Í æskulýðs- og íþróttanefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára, aul þess sem bæjarstjóri, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
og fulltrúi úr ungmennaráði eiga rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt

Öldungaráð Öldungaráð Stykkishólms gætir hagsmuna eldri borgara í Stykkishólmi og er bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og þeim sem mál þeirra varða til ráðgjafar um þau málefni.
Ráðið skal vera ráðgefandi um framtíðarskipulag öldrunarþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila, þjónustu-og öryggisíbúða í Stykkishólmi.

Samstarfsnefndir

Aðrar nefndir