Stök tilkynning

Laust starf Íþrótta- og tómstundafulltrúa

Í starfinu felst m.a. umsjón og rekstur félagsmiðstöðvar, umsjón og skipulagning félagsstarfs eldri borgara, skipulagning og undirbúningur ýmissa viðburða á vegum Stykkishólmsbæjar, sjá um ungmennaráð og framfylgja stefnu íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Háskólapróf sem nýtist í starfi er æskilegt, reynsla af starfi með börnum og unglingum nauðsynleg. Hreint sakavottorð.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og SDS.

Umsóknarfrestur er til 10.apríl 2017

Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Agnes Sigurðardóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi, veitir einnig upplýsingar um starfið á netfangi  agnes@stykkisholmur.is  eða í síma 433-8100.