Stök tilkynning

Ókeypis heilsufarsmælingar kl. 10-14 sunnudaginn 5. febrúar

SÍBS og Hjartaheill munu í samstarfi við heilsugæsluna bjóða Snæfellingum upp á ókeypis heilsufarsmælingar fyrstu helgina í febrúar.

 

Mælingarnar á Snæfellsnesi verða: 

Í heilsugæslunni í Ólafsvík kl. 10-13 laugardaginn 4. feb. 

Í heilsugæslunni á Grundarfirði kl. 15-18 laugardaginn 4. feb. 

Í heilsugæslunni á Stykkishólmi kl. 10-14 sunnudaginn 5. feb.

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu hjá hjúkrunarfræðingi fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í lýðheilsu- og lífsstílskönnun SÍBS "Líf og heilsa" í kjölfar mælinga.  

  

Starfsfólk Stykkishólmsbæjar hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri!