TilkynningarSigurbjartur Loftsson lætur af störfum

Fimmtudaginn 31. Ágúst s.l. lét Sigurbjartur Loftsson af störfum sem skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar. Í nafni bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vill undirritaður þakka honum fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins og jafnframt óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri ... lesa meira


Tilkynning vegna framkvæmda við Leikskólann í Stykkishólmi

Svo sem greint hefur verið frá þá er unnið við að undirbúa stækkun Leikskólans í Stykkishólmi. Ástæður þeirra framkvæmda eru að íbúum fjölgar í bænum. Eftirspurn eftir skólavist fyrir börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hefur aukist og stefnir í að verða svo mikil að ekki verður undan því vikist að stækka húsnæði leikskólans. Framkvæmdir munu hefjast næstu daga og mun Þorbergur Bæringsson byggingameistari sjá um verkið. ... lesa meira


Nanna Guðmundsdóttir ráðin í starf forstöðumanns Amtsbókasafnsins

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí, að ráða Nönnu Guðmundsdóttur í starf forstöðumanns Amtsbókasafnsins. Nanna er þrítug og hefur lokið BA gráðu í ÞJóðfræði og MLIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hún mun hefja störf hjá Stykkishólmsbæ í haust.... lesa meira