Þjónusta við fatlaða

Þjónusta við fatlaða

Mynd af sveitarfélagi

Ráðgjafa þjónusta Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Ingveldur Eyþórsdóttir félagsráðgjafi sér um málefni fatlaðra.
Hanna Jónsdóttir Þroskaþjálfi sér um örorkuvinnusamninga.
Sálfræðiþjónusta- Emil Einarsson sálfræðingur

Úrræði í boði
Heimaþjónusta.
Liðveisla.
Frekari liðveisla.
Helgarvistun í Borgarfirði eða Reykjadal.
Stuðningsfjölskyldur.
Vinnustofudagþjónusta, Ásbyrgi opið alla virka daga frá 8-16.
Úrræði fyrir Fjölbrautskóla nemendur ef kennsla fellur niður.
Búsetuþjónusta er í vinnslu.
Símenntunarmiðstöð Vesturlands sér um námskeið fyrir 20 ára og eldri. Félags- og skólaþjónustan hefur ráðið starfsmann með á námskeiðin.
Sumarþjónusta fatlaðra.

Ásbyrgi dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu

Skólastíg 11, 340 Stykkishólmi, S: 430 7809

Í Ásbyrgi er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlað fólk með skerta starfsgetu. Aðstoð er veitt við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku með eða án aðstoðar. Í Ásbyrgi er endur nýting höfð í hávegum, hlutir eru endur nýttir og seldir á vægu verði. Innkoman er lögð í sameiginlegann sjóð sem nýttur er í að auka lífsgæði þeirra sem þar starfa t.d. hefur hópurinn verið öflugur í að sækja námskeið á vegum Símenntunnar vesturlands.

Efniviður sem Ásbyrgi tekur við.
Efniviður sem Ásbyrgi tekur við til endur nýtingar eru kerta afgangar, tóm sprittkerti, allt lím, gömul föt, umslög með frímerkjum á, gleraugu, áldósir, garn afgangar, glerkrukkur, málningar afgangar, alskyns saumadót og margt fleira.