Söfn í Stykkishólmi

Söfn í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær rekur Amtsbókasafnið í Stykkishólmi og Ljósmyndasafn Stykkishólms. Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla er staðsett í Stykkishólmi og rekið af Héraðsnefnd Snæfellinga. Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við Breska listafyrirtækið Artangel.  Eldfjallasafnið er rekið í samstarfi við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. 

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

Mynd af sveitarfélagi

Unnið er nú hörðum höndum að því að koma safnkosti Amtsbókasafnsins fyrir og styttist óðum í opnun þess í nýju húsnæði.

Amtsbókasafnið
Borgarbraut 6a
Sími: 433 8160
Fax: 438 1081 
Netfang: amtsty@stykkisholmur.is
 
Amtsbókasafnið var stofnað 1847.
  

Starfsemi og þjónusta
Útlán bóka og annarra gagna. Upplýsingaþjónusta og millisafnalán. Aðgangur að Interneti og ritvinnslu fyrir almenning. 
 
Útlánareglur og gjaldskrá
Útlánstími er 30 dagar nema annað sé tekið fram. Ársskírteini fyrir 18 – 66 ára kostar kr. 2370. Eldri borgarar og öryrkjar borga ekki árgjald. Dagsektir fyrir vanskil eru kr. 25 pr. bók/safngagn. Lánþegar geta sjálfir fylgst með stöðu útlána sinna á þjónustuvef. Starfsmenn safnsins gefa upplýsingar um þjónustuvefinn.
Pöntun kostar kr. 100, millisafnalán innanlands kostar kr. 1125, ljósritun A4 kr. 40 og ljósritun A3 kr. 50.
Tölvunotkun/netið kostar kr. 100 á hverjar 15 mínútur.

Smellið hér til að skoða gjaldskrána í heild sinni.
 
Gagnlegar slóðir:

www.leitir.is
www.gegnir.is
www.hvar.is
www.vefbokasafn.is
 
Leitarvélar
www.leit.is
www.google.com

Ljósmyndasafn Stykkishólms

Mynd af sveitarfélagi

Ljósmyndasafn Stykkishólms er í umsjá Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Grunnurinn að því er myndasafn Jóhanns Rafnssonar, sem hann afhenti Stykkishólmsbæ 16. júní 1996. Aðalhvatamaður að því var þáverandi bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, Ólafur Hilmar Sverrisson. Fyrir afhendingu var stofnuð framkvæmdanefnd um Ljósmyndasafn Jóhanns Rafnssonar, sem starfað hefur síðan samkvæmt ákvæðum gjafabréfs. Það var ósk Jóhanns að safn hans yrði grunnur að stærra safni. Árið 2001 barst safninu veglegur safnauki frá Árna Helgasyni fyrrum stöðvarstjóra Pósts og síma og fréttaritara Morgunblaðsins til langs tíma. Auk þess hafa smærri gjafir borist safninu og eru allir viðaukar vel þegnir. Með hverri viðbót eflist safnið. Safnið er rafrænt.  

 

Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Mynd af sveitarfélagi
Norska húsið er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl.

 

Safnstjóri er Hjördís Pálsdóttir

 

Safnið er opið alla daga sumarið 2016 frá kl. 11-17.

Vetraropnun:

Þriðjudagar     kl. 14-17

Miðvikudagar kl. 14-17

Fimmtudagar  kl. 14-17

Á aðventu er opið alla daga frá 14-18. Utan opnunartíma er hægt að hafa samband í s. 865-4516.

 

Staðsetning:

Hafnargata 5

Sími 433 8114

Netfang: info@norskahusid.is

Fylgist með á Facebook

Norska húsið - norskahusid.is

 

 


Vatnasafn

Mynd af sveitarfélagi

Vatnasafn/Library of water, sem er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn er staðsett í Stykkishólmi. Þar á hæsta punkti Stykkishólms með útsýni til allra átta hefur gömlu bókasafnsbyggingunni verið breytt í safn vatns, orða og veðurfrásagna. Safnið prýða m.a. 24 glersúlur með vatni úr helstu jöklum landsins.

Vatnasafn er opið eftir samkomulagi og er hægt að panta tíma í gegn um vatnasafn@gmail.com.

Eldfjallasafn

Mynd af sveitarfélagi

Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar prófessors er mjög fjölbreytt þar sem m.a. er alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos. Einnig munir, forngripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir 40 ár um allan heim. Í Eldfjallasafni eru kynningar eða erindi flutt af Haraldi á íslensku og ensku, um eldgos og áhrif þeirra ásamt fræðslu um jarðfræði sem hentar fólki og nemendum með litla eða enga þekkingu á þessu sviði. 

Eldfjallasafnið er opið daglega frá kl. 11 – 17 á sumrin.
Opnunartími á veturna er þriðjudaga – laugardaga frá kl. 11 – 17, lokað sunnudaga og mánudaga.
Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 17 ára og eldri.

Einnig er mögulegt að taka á móti hópum utan opnunartíma. Vinsamlegast hafið samband í síma 433 8154 eða í gegnum tölvupóst safn@eldfjallasafn.is