Stök frétt

Laust starf: Matráður

Stykkishólmsbær auglýsir laust til umsóknar starf matráðs.

Starfsstöðin er að Austurgötu 7 í Stykkishólmi þar sem eldað er fyrir: Dvalarheimilið, Grunnskólann og Sjúkrahús HVE í Stykkishólmi, allt að 200 manns á dag.  

Starfið felst í yfirumsjón með eldhúsi, rekstri mötuneytis, matseld, gerð matseðla og innkaupum. Matráður stýrir starfi starfsmanna og ber ábyrgð á skipulagi vakta og tímaskráningu

Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði matreiðslu, góða þekkingu á næringarfræði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum, lipurð og færni í mannlegum samskiptum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 20.desember 2017

Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Ríkharði Hrafnkelssyni rikki@stykkisholmur.is, sími 433-8100