Stök frétt

Innritun í Tónlistarskóla Stykkishólms lýkur 8. júní

Nú stendur yfir innritun fyrir næsta skólaár í Tónlistarskóla Stykkishólms. Innritun lýkur fimmtudaginn 8. júní.

Athugið að ALLIR sem óska eftir skólavist næsta ár þurfa að sækja um, þeir sem voru nemendur á síðasta skólaári, þeir sem voru á biðlista og þeir sem vilja komast nýir inn.

Á forsíðu skólans (www.tonlistarskolinn.stykkisholmur.is )  - neðst hægra megin - er hlekkur sem leiðir beint inn á umsóknarblað. 
Vandið ykkur við innslátt - athugið að skrifa kennitölu og símanúmer í einni runu ÁN þess að nota BIL eða BANDSTRIK.

Í skólanum okkar er hægt að læra eftirfarandi:

  • Forskóli - blokkflautur
  • Píanó og orgel
  • Einsöngur
  • Gítar, rafgítar og rafbassi
  • Trommur og slagverk
  • Málmblásturshljóðfæri (trompet, kornett, básúna, alt-horn, franskt horn, bariton-horn)
  • Tréblásturshljóðfæri (blokkflauta, þverflauta, klarinett og saxofónn)
  • Hóptímar í tónfræðum (í boði fyrir fólk utan skóla)