Stök frétt

Laust starf forstöðumanns Amtbókasafnsins

Stykkishólmsbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Amtbókasafnsins, stofnun mennta, menningar og upplýsingatækni.

Starfið felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bóka- og ljósmyndasafnsins, s.s. rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun og stjórnun. Umsækjendur þurfa að búa yfir skipulagshæfileikum, færni í mannlegum samskiptum og hafa reynslu af öflun og miðlun upplýsinga.

Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns- og upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi og hafi góða þekkingu á tölvum og möguleikum hugbúnaðar í safnaþjónustu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nýtt safnahús er að rísa við Grunnskóla Stykkishólms og mun safnið starfa í nánu stjórnunar- og rekstrarlegu sambandi við skólann. Stefnt er að opnun nýja safnahússins á haustmánuðum.

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2017

Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is. Bæjarstjóri veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Ríkharði Hrafnkelssyni rikki@stykkisholmur.is, sími 433-8100.