Stök frétt

Laust starf Forstöðumanns íþróttamannvirkja

Laust starf

Forstöðumanns íþróttamannvirkja

 

Stykkishólmsbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í 100% starfshlutfalli.

Í starfinu felst m.a. umsjón, eftirlit og rekstur allra íþróttamannvirkja Stykkishólmsbæjar, þar með talin ábyrgð á viðhaldi og þrifum, áætlanagerð og starfsmannahaldi. Forstöðumaður gegnir ekki daglegri vaktskyldu.

Góð menntun sem nýtist í starfi, sem og reynsla af mannaforræði og rekstri. Hreint sakavottorð.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og SDS.

Umsóknarfrestur er til 28.apríl 2017

Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sturla eða Ríkharður Hrafnkelsson rikki@stykkisholmur.is eða í síma 433-8100.