Fréttir

Ávarp bæjarstjóra Stykkishólms í Hólmgarði þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu frá vinabæ okkar Drammen í Noregi 1. desember 2017

Ágætu bæjarbúar. Í nafni bæjarstjórnar býð ég ykkur velkomin hingað í Hólmgarð á sjálfan fullveldisdaginn. Við upphaf aðventu komum við saman hér í Hólmgarði sem endranær. Við fögnum því að jólahátíðin er framundan með táknrænum og hefðbundnum hætti með því að kveikja ljósin á þessu fallega jólatré. ... lesa meira
22.maí árið 1987: Stykkishólmur fær bæjarréttindi og fyrsta skóflustungan tekin að byggingu Íþróttamiðstöðvar

Það var mikið um að vera í Stykkishólmi 22.maí árið 1987. Þann dag tók þáverandi menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson fyrstu skóflustunguna að Íþróttamiðstöðinni og afhenti jafnframt þáverandi sveitarstjóra Sturlu Böðvarssyni samning sem hafði verið gerður milli menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Stykkishólmsbæjar um framlag ríkissjóðs til byggingarinnar. Þessi samningur skipti bæinn miklu máli og það hafði tekið langan tíma að koma á samningi og tryggja fjármuni til verksins. Til þess að tryggja framvindu framkvæmdanna veitti Búnaðarbankinn lán gegn veði í samningnum. Það tók tæp þrjú ár að fullgera Íþróttahúsið. ... lesa meira

Vikupistill bæjarstjóra við upphaf ársins 2017

Þegar litið er yfir verkefni síðasta árs og stöðuna sem er framundan hjá Stykkishólmsbæ er af ýmsu að taka hvað varðar uppbyggingu og bætt búsetuskilyrði. Það má halda því fram að besti mælikvarðinn um verk okkar og árangur árið 2016 sé sú ánægjulega staðreynd að íbúum hefur fjölgað nokkuð umfram landmeðaltal og hlutfallslega meira en er víðast á landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands áttu 1168 íbúar lögheimili í Stykkishólmi 1. desember 2016 og er það 4.5% fjölgun frá því sem var í desember 2015.... lesa meira