Fréttir & tilkynningar

Fréttir Þjónusta Laus störf
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna sveitarfélagsins. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
28.03.2025
Skipulagsmál

Fréttir Skipulagsmál
Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar
Bæjarstjórn samþykkti á 33. fundi sínum 27. febrúar að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og deiliskipulagstillögur fyrir Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00.
28.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.
Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00.
Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi
Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2024

Fréttir Skipulagsmál
Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
02.10.2024
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.

Hvað er í Stykkishólmi

Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.

Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.