Fréttir & tilkynningar
Fréttir
Þrettándabrenna og friðarganga
Á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar, kl. 17:30, verður gengin friðarganga frá Hólmgarði að brennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæði. Í Stykkishólmi er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs var göngunni frestað til þrettándans. Rafkertasala á vegum 9. bekkjar verður við upphaf friðargöngu í fjáröflunarskyni, kertið er selt á 1.600 kr. Kveikt verður í þrettándabrennu í kjölfar göngu. Nemendur 7. bekkjar selja svo heitt súkkulaði við brennu, bollinn á 600 kr. Veitt verður viðurkenning fyrir best skreytta jólahúsið 2025 en nemendur 9. bekkjar sáu um valið. Fólk er hvatt til þess að rifja upp þrettándalögin vinsælu eða hafa söngtexta klára í símanum og taka undir.
02.01.2026
Fréttir
Friðargöngu frestað
Í Stykkishólmi er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta göngunni. Stefnt er að því að ganga friðargöngu á þrettándanum þess í stað, áður en kveikt verður í þrettándabrennunni. Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarin ár veitt viðurkenningu fyrir best skreytta húsið að lokinni friðargöngu á Þorláksmessu en tilkynnt verður um valið á þrettándanum að þessu sinni. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
23.12.2025
Fréttir Lífið í bænum
Jólatré á hafnarsvæði við Skipavík
Undanfarið hefur mikil breyting orðið á hafnarsvæði við Skipavík. Sveitarfélagið auglýsti í lok síðasta sumars að til stæði að ráðast í tiltekt á svæðinu. Í frétt á vef sveitarfélagsins var greint frá áherslu hafnarstjórnar á þörf á að fegra og snytra hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Stykkishólms fjallaði jafnframt um málið á sömu nótum og benti á heimildir heilbrigðisnefndar Vesturlands til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir. Á þeim grunni samþykkti hafnarstjórn að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur.
23.12.2025
Fréttir Stjórnsýsla
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026–2029 – jákvæður og stöðugur rekstur
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027–2029. Áætlunin er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti í upphafi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og er afrakstur góðrar samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins og endurspeglar ábyrga fjármálastjórn, jákvæðan rekstur og nauðsynlegar en hóflegar innviðafjárfestingar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð rík áhersla á aðhald og ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins á sama tíma og þjónusta við íbúa er tryggð og efld. Fjárhagsáætlunin byggir á jafnvægi í rekstri, sterku veltufé frá rekstri og markvissri lækkun skulda og skuldaviðmiðs á næstu árum.
22.12.2025
Skipulagsmál
Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 36. fundi sínum 8. maí 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytinga á landnotkun á svokölluðum Agustsonreit, við Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og 2. Breytingin felur í sér að landnotkun breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu og íbúðarsvæði. (Mál nr. 40/2024)
24.09.2025
Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 35. fundi sínum 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, ásamt breytingu á flugvelli. Breyting felur í sér að stækka núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda norðvestan flugvallarins, að skilgreina stækkun á athafnasvæði A3 við Kallhamar, suðvestur af flugvellinum í Stykkishólmi, inn á svæði sem nú er skilgreint óbyggt svæði í aðalskipulagi, og gera ráð fyrir nýrri hafnaraðstöðu (H3). Þar byggist upp grænn iðngarður með áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda í og við Breiðafjörð, haftengda starfsemi og nýsköpun og að endurskoða og breyta lengd flugbrautar og helgunarsvæði hennar í samráði við ISAVIA og aðlaga að aðliggjandi landnotkun. Ekki eru reglulegar flugsamgöngur við Stykkishólm, en flugbrautin nýtist m.a. fyrir sjúkraflug. (Mál nr. 1027/2024)
24.09.2025
Fréttir Skipulagsmál
Mögulegt samstarf um uppbyggingu íbúðahverfis í Stykkishólmi
Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar eftir áhugasömum aðila eða aðilum til frekari viðræðna um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn í samræmi við ofangreint til Sveitarfélagsins Stykkishólms á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is eigi síðar en fyrir lok dags þann 25. ágúst 2025.
11.08.2025
Fréttir Skipulagsmál
Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a
Þann 28. apríl síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hóla 5a samanber 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.07.2025
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.
Hvað er í Stykkishólmi
Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.
Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.
Hólmgarður
Hólmgarður er gróðurríkt og fallegt svæði í miðju Stykkishólms sem setur sinn svip á bæinn. Garðurinn er nýttur fyrir samkomur á hátíðisdögum.
Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.
Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.
Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.
Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.
Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.
Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.
Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.