Fréttir & tilkynningar

Fréttir
Óskuðu eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum
Sveitarstjórnir á Vesturlandi sendu síðastliðinn miðvikudag erindi til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, þar sem óskað var eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum og skipan viðbragðshóps. Afrit af erindinu var sent á innviðaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og aðsoðarmenn.
Fulltrúar sveitarfélaganna óskuðu með erindinu eftir fundi eins fljótt og auðið er með oddvitum ríkisstjórnar og viðkomandi fagráðherrum, um skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annara vegfarenda, svo ekki hljótist skaði á fólki og verðmætum, og truflun á atvinnu- og mannlífi eins og nú blasir við.
21.02.2025

Fréttir
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
14.02.2025

Fréttir Lífið í bænum
Hræðileg helgi framundan
Næstu helgi, 14.-16. febrúar, verður mikið um að vera í Stykkishólmi þegar fram fer Hræðileg helgi í Hólminum. Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíðinni Hræðileg helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars geta gestir hátíðarinnar spreytt sig á morðgátu yfir helgina. Mikið púður hefur verið lagt í morðgátu en á Höfðaborg verður opinn vettvangur glæps þar sem rannsakendur geta spreytt sig á því að leysa morðgátu. Hægt er að kynna sér allt um málið á vefnum visitstykkisholmur.is.
11.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.
Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00.
Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025
Skipulagsmál

Fréttir Skipulagsmál
Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.
Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00.
Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi
Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2024

Fréttir Skipulagsmál
Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
02.10.2024

Fréttir Skipulagsmál
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt
Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
24.07.2024
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.

Hvað er í Stykkishólmi

Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.

Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.

Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.

Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.

Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.

Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.

Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.

Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.

Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.